Heimurinn hrundi ekki

Hilmir er sáttur í fanginu á móður sinni, Sólnýju Pálsdóttur.
Hilmir er sáttur í fanginu á móður sinni, Sólnýju Pálsdóttur. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þegar Sólný Pálsdóttir ljósmyndari átti fjóra syni og tvær stjúpdætur kom laumufarþegi sem breytti öllu, en yngsti sonurinn, Hilmir, er með Downs-heilkenni.

Hún trúir að hann hafi átt að fæðast og segir innihaldsríkt að ala hann upp en viðurkennir að hafa verið verulega brugðið. Í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins kveðst Sólný vilja auka vitund í þjóðfélaginu um fatlaða.

„Til þess að það verði þarf að auka fræðslu því við erum oft hrædd við það sem við þekkjum ekki, eins og kom í ljós hjá mér þegar ég átti Hilmi. Ef ég hefði vitað meira um þetta heilkenni hefði ég ekki haldið að heimurinn væri að hrynja. Mikið held ég að lífið væri litlaust og leiðinlegt ef allir væru eins. Ég get ekki hugsað mér lífið án Hilmis, ekki frekar en hinna barnanna minna,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert