Kynferðisbrot „ekki til umræðu“

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Þjóðhátíð fer rólega af stað að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Einn gistir fangageymslur vegna ölvunarástands eftir nóttina og nokkur fíkniefnamál komu upp.

Ekki fengust upplýsingar um hvort kærur vegna kynferðisbrota hefðu borist eftir nóttina. „Það er ekki til umræðu,“ svaraði varðstjóri þegar eftir því var spurt, og vísaði til tilkynningar Páleyjar Borgþórsdóttur frá því fyrr í vikunni.

Lögreglan telur að þjóðhátíðargestir séu heldur færri en í fyrra, en gestum fjölgar yfirleitt eftir því sem líður á helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert