Nokkur fíkniefnabrot en rólegt

Loftmynd sem sýnir Herjólfsdal í Vestmannaeyjum.
Loftmynd sem sýnir Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. mynd/Frosti Heimisson

Dagurinn hefur byrjað mjög rólega hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og allt farið vel fram. Í morgun rigndi í um fjórar klukkustundir, en eftir það stytti upp og betra veðri er spáð í kvöld og á morgun. Í nótt gisti einn einstaklingur í fangaklefa, en samkvæmt lögreglu var það ölvunartengt.

Frá fimmtudegi hafa 21 fíkniefnamál komið upp í Vestmannaeyjum, en samkvæmt lögreglu var aðallega um neyslumál að ræða.

Þegar mbl.is spurðist fyrir um hvort einhver kynferðisafbrot hefðu verið tilkynnt til lögreglunnar var bent á yfirlýsingu lögreglustjóra frá því fyrr í vikunni þar sem fram kom að ekki yrði upplýst um möguleg kynferðisafbrot á hátíðinni. Vakti afstaðan upp hörð viðbrögð, meðal annars frá Blaðamannafélaginu og Stígamótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert