Spiluðu „risaboltasokkaboltabolta“

Fyrstu heimsmeistararnir í risaboltasokkaboltabolta.
Fyrstu heimsmeistararnir í risaboltasokkaboltabolta. Ljósmynd/Mýrarbolti

Fyrstu heimsmeistararnir í nýrri íþrótt, risaboltasokkaboltabolta, voru krýndir í Bolungarvík í dag. Um er að ræða íþróttagrein sem skipuleggjendur Mýrarboltamótsins fundu upp eftir að fresta þurfti mótinu fram til morgundagsins vegna veðurs.

„Okkur vantaði eitthvað að gera og ákváðum þá að finna nýja íþrótt,“ segir Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki og einn skipuleggjenda Mýrarboltans, í samtali við mbl.is. Uppátækið mæltist vel fyrir og skráðu sjö lið sig til leiks.

Eins og fram hefur komið ákváðu skipuleggjendurnir í gær að fresta mótinu fram til sunnudagsins, en veðurspáinn fyrir daginn í dag var ekki hin glæsilegasta fyrir vestan.

Jón Páll segir gestina ekki láta veðrið á sig fá. „Hér eru allir í hörkustuði. Það rigndi aðeins í nótt og það sem af er degi. Gestirnir eru í góðum gír og hafa búið sig samkvæmt veðri. Þeir eru að gera sig klára fyrir bongóblíðuna í fyrramálið,“ nefnir hann. Þá er spáð allt að tíu stiga hiti og logni.

RISABOLTASOKKABOLTABOLTI stendur nu yfir i Sundhöllinni í Bolungarvík. Það er svo fritt fyrir öll keppnisarmbönd í sund á eftir í boði bolvíkinga!

Posted by Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta on Saturday, August 1, 2015
Ljósmynd/Mýrarbolti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert