Tíræður hætti við að hætta og keypti bíl

Lárus sést hér reka smiðshöggið á nýjustu bílkaup sín hjá …
Lárus sést hér reka smiðshöggið á nýjustu bílkaup sín hjá Bílfangi, en hann hefur átt hátt í tvö hundruð bíla í gegnum tíðina. Ljósmynd/Bílfang

Lárus Sigfússon, fyrrverandi bóndi og ráðherrabílstjóri, lætur ekki aldurinn stöðva sig, en hann varð 100 ára í febrúar.

Síðast fóru sögur af honum í blaðinu þegar hann skipti síðasta bílnum út fyrir rafskutlu.

Hann keypti bíl í vikunni og ekkert er því til fyrirstöðu að hann leggi aftur út á göturnar, enda skírteinið klárt sem hann hefur haldið samfleytt í áttatíu ár, að því er fram kemur í samtali við Lárus í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert