Ekkert bakarí opið um verslunarmannahelgi

Þjóðhátíðargestir fara í Krónuna ef þeir vilja brauðmeti og kókómjólk.
Þjóðhátíðargestir fara í Krónuna ef þeir vilja brauðmeti og kókómjólk. Brynjar Gauti

Ég hef haft bakaríið lokað allar verslunarmannahelgar í 20 ára nema eina og þá var ekkert að frétta, segir Helga Jónsdóttir, einn eigandi Arnórs bakarís í Vestmannaeyjum, við mbl.is.

Bakaríið er lokað nú um helgina og brauðsvangir Eyjamenn og gestir verða að leita í Krónuna eða annað eftir brauðmeti.

Helga segir lokunina eiga sér ósköp eðlilegar ástæður. „Þetta er fríhelgi starfsfólksins, þau langar inn í dal og vilja skemmta sér. Þetta heitir verslunarmannahelgi og er fríhelgin þeirra.“ Fólkið hafi staðið vaktina í bakaríinu og eigi skilið að lyfta sér upp.

Hún bætir við að flestir heimamenn séu búnir að kaupa allt sem þeir þurfa fyrir helgina með góðum fyrirvara. „Málið er að um hádegi á föstudegi er hver einasti Vestamannaeyingur búinn að versla allt sem hann þarf fyrir hátíðina og starfsfólkið mitt eru verslunarmenn og þetta er helgin þeirra og þau langar í frí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert