Afþakkaði Snickers

Hálendið upp af Lónafirði
Hálendið upp af Lónafirði Mynd/Leifur Hákonarson

Franski ferðamaðurinn sem var týndur á Hornströndum fannst rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Á svæðinu var lítið skyggni sem olli líklega villu mannsins.

Hann var ágætlega á sig kominn og afþakkaði Snickers sem björgunarmenn buðu honum. Manninum verður fylgt niður.

Yfir fjörtíu björgunarsveitamenn leituðu að honum í kvöld. Það náðist illa í síma mannsins og var því gripið til þess að láta hann blása í flautu sem hann var með á tíu mínútna fresti.

Maður­inn hafði sam­band við Neyðarlín­una fyrr í kvöld og sagðist villt­ur upp af Lónafirði á milli Jök­ul­fjarða og Horn­stranda. Björg­un­ar­sveit­ir voru kallaðar út á sjö­unda tím­an­um.

Frétt mbl.is: Flautar á 10 mínútna fresti

Frétt mbl.is: Týnd­ur ferðamaður á Horn­strönd­um

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert