Fremur rólegt nótt á höfuðborgarsvæðinu

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en nokkrir voru teknir fyrir akstur bifreiða undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Alls fór slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í 26 sjúkraflutninga á næturvaktinni.

Á níunda tímanum var tilkynnt til lögreglu um tilraun til innbrots í einbýlishús í vesturbænum en ekki kemur fram hvort sá sem gerði innbrotstilraunina hefur náðst.

Fjórir voru teknir fyrir akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna og einn þeirra var einnig án ökuréttinda. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur. Allir voru þeir látnir lausir að lokinni sýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert