Ránsfengurinn hleypur á milljónum

Mynd úr myndskeiðinu sem lögreglan birti.
Mynd úr myndskeiðinu sem lögreglan birti.

Maður sem lögregla leitar að í tengslum við innbrot í verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði er talinn hafa rænt skartgripum fyrir milljónir króna aðfararnótt sunnudags.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði þá liggur ekki nákvæmlega fyrir hversu mikið tjónið er en ljóst að það hleypur á milljónum. Maðurinn braust inn í skartgripaverslun á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar og biður lögregla alla þá sem geta veitt upplýsingar um manninn að hafa samband.

Þeir sem hafa upp­lýs­ing­ar um mann­inn eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444 1142 eða einka­skila­boð á Face­booksíðu LRH.

Um er að ræða karl­mann sem var klædd­ur í bláa Hum­mel íþróttapeysu. Hann er með der­húfu og er skyggnið með ís­lensku fána­lit­un­um. Eins er hann með bak­poka sem merkt­ur er Hum­mel og HK (Hand­knatt­leiks­fé­lag Kópa­vogs)

Hefur þú séð þennan mann?

Myndskeið lögreglunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert