Sól og 18 stiga hiti

Það er yndislegt veður úti og um að gera að …
Það er yndislegt veður úti og um að gera að njóta sólarinnar á meðan hún er. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er sól og blíða víða á Suðvesturlandi sem og Suður- og Vesturlandi og eins er að létta til á Egilsstöðum og víðar austantil á landinu. Það verður hlýjast suðvestan til í dag og getur hitinn náð allt að átján gráðum, meðal annars í Árnesi.

Á morgun má búast við allt að 15 m/s og snörpum vindhviðum sunnan Vatnajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum og einnig sunnantil á Snæfellsnesi. Varasamt fyrir farartæki sem viðkvæm eru fyrir vindi að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Veður á mbl.is

Spáin fyrir næsta sólarhring:

Norðaustan 5-13, hvassast með SA-ströndinni. Víða þokuloft í fyrstu N- og A-lands en annars skýjað að mestu. Víða léttskýjað á vestanverðu landinu. Norðaustan 8-15 á morgun, hvassast SA-lands, og sunnanverðu Snæfellsnesi. Rigning á austanverðu landinu en skýjað að mestu vestantil. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SV-lands.

Á þriðjudag:
Norðaustanátt, víða 10-15 m/s. Rigning á A-verðu landinu og súld við NV-ströndina, en þykknar upp V-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SV-lands.

Á miðvikudag:
Norðaustan 8-13 m/s. Rigning á NA- og A-landi, súld á annesjum NV-lands, en bjartviðri SV-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SV-lands.

Á fimmtudag:
Norðan 5-10 m/s, en hægari breytileg átt S-lands. Bjart með köflum sunnan heiða, annars skýjað og súld eða dálítil rigning á N- og A-landi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á S-landi, en 6 til 10 stig N-lands.

Á föstudag:
Norðvestan 5-10 V-lands, annars hægari vindur. Súld NV-til á landinu en annars skýjað með köflum og sums staðar skúrir. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast S- og A-lands.

Á laugardag:
Suðaustlæg átt, líkur á rigningu sunnanlands en þurrt norðanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðanlands.

Á sunnudag:
Útlit fyrir breytilega átt og skúrum eða rigningu í flestum landshlutum. Hiti 8 til 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert