Stormviðvörun víða á landinu

Þeir sem eru á ferðalagi með hjólhýsi eða fellihúsi ættu …
Þeir sem eru á ferðalagi með hjólhýsi eða fellihúsi ættu að kynna sér veðurspá dagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag má búast við allt að 18 m/s og snörpum vindhviðum sunnan Vatnajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum. Síðdegis má einnig búast við allt að 18 m/s á Snæfellsnesi, við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Vindur af þessum styrk getur verið varasamur fyrir farartæki sem taka á sig mikinn vind, segir í viðvörun á vef Veðurstofu Íslands.

Vaxandi norðaustanátt, víða 8-13 m/s um hádegi, en 13-18 í vindstrengjum á SA-verðu landinu, og síðdegis einnig á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Rigning A-til á landinu, en þurrt V-lands. Norðaustan 8-15 á morgun og víða vætusamt, en áfram þurrviðri SV-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SV-lands, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Á miðvikudag:
Norðaustan 8-13 m/s, en 10-15 austast. Rigning NA- og A-lands, dálítil súld á NV-verðu landinu, en bjart með köflum SV-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á SV-landi.

Á fimmtudag:
Norðan 3-10 m/s N- og A-lands, dálítil væta og hiti 7 til 12 stig. Breytileg átt 3-8 S- og SV-lands, skýjað með köflum og stöku skúrir síðdegis. Hiti 10 til 17 stig.

Á föstudag:
Norðvestan og vestan 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum síðdegis, en súld með N-ströndinni. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast SA-lands.

Á laugardag:
Suðaustan og austan 8-13 m/s og rigning um landið S-vert. Stöku skúrir N-til, en rigning um kvöldið. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á sunnudag:
Breytileg og síðar vestlæg átt og víða rigning, en úrkomulítið NA-til á landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á NA-landi.

Á mánudag:
Útlit fyrir vestanátt með skúrum, en bjartviðri um landið A-vert. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast austast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert