Sveigði hjá gosmekkinum

Myndin er tekin við upphaf goss í Grímsvötnum árið 1998.
Myndin er tekin við upphaf goss í Grímsvötnum árið 1998. Ljósmynd/Jón Viðar Sigurðsson

„Þetta gerðist einn, tveir og þrír. Ég var kominn í loftið í lítilli rellu um hálftíma eftir að fréttir komu af gosinu og þegar myndin var tekin var ég búinn að vera í lofti í um hálftíma. Mökkurinn er kominn alveg upp þá. Þetta gerist mjög hratt. Ísinn er mjög þunnur í Grímsvötnum.“

Svona lýsir Jón Viðar Sigurðsson atburðarásinni áður en hann tók meðfylgjandi mynd af Grímsvatnagosi 1998. Á myndinni má sjá hvernig þoturák sveigist utan um gosmökkinn, í um 10 km hæð.

Gosið byrjaði kröftuglega en þvarr fljótlega kraftur og goslokum var lýst yfir 28. desember, tíu dögum frá upphafi þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert