Rafbílum hefur fjölgað mikið

Fjölgun rafbíla nýtur stuðnings stjórnvalda, sem fellt hafa niður öll …
Fjölgun rafbíla nýtur stuðnings stjórnvalda, sem fellt hafa niður öll opinber gjöld á þá. Rafbílar eru taldir umhverfisvænir. Óvissa ríkir hins vegar um það hve lengi sú skipan gildir. Unnið er að endurskoðun þessara mála. Ljósmynd/Sigrún Sólmundardóttir

Nýskráðir rafbílar hér á landi eru orðnir 206 það sem af er þessu ári. Samtals er 521 ökutæki í rafbílaflota landsmanna samkvæmt upplýsingum Önnu Margrétar Björnsdóttur á Samgöngustofu.

Um síðustu mánaðamót voru 323.115 ökutæki á skrá. Hlutfall hreinna rafbíla er 0,16%. Blendingsbílar sem nýta rafmagn að einhverju leyti sem orkugjafa eru fleiri, eða 1.557 til viðbótar.

Rafbílum tók að fjölga verulega eftir að öll gjöld á þá voru felld niður; virðisaukaskattur, vörugjald og bifreiðagjald. Á árunum 2005 til 2011 voru aðeins 13 til 15 hreinir rafbílar í landinu. Óljóst er hve lengi rafbílar munu njóta opinberra ívilnana, að því er fram kemur í umfjöllun um rafbíla á Íslandi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert