Skylt að bjóða út

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Tvö dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, Veitur ohf. og Vatns- og fráveita ohf., birtu auglýsingu í dagblöðunum um helgina þar sem þau biðja um tilboð í raforkukaup frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2017.

„Veiturekstur Orkuveitunnar þarf talsvert mikla raforku. Það eru einkum dælur í hitaveitukerfum, vatnsveitum og fráveitum sem þurfa rafmagn, en svo þarf rafveitan líka að kaupa á móti töpum í dreifikerfinu,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að eftir lögboðna uppskiptingu Orkuveitunnar, þegar veitu- og virkjanarekstur fór hvor í sitt fyrirtækið (OR-Veitur og Orku náttúrunnar), hafi það verið metið svo út frá raforkulögum og lögum um innkaup opinberra aðila að Veitum væri skylt að bjóða þessi kaup út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert