Í sjálfheldu í Hlíðardal

Mynd úr safni
Mynd úr safni mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði var kölluð út fyrir stuttu vegna tveggja göngumanna sem kölluðu eftir aðstoð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Hugðust þeir ganga út með Patreksfirði og upp á fjallgarðinn milli Patreks- og Tálknafjarðar. Þeir lentu hinsvegar í sjálfheldu og samkvæmt góðri lýsingu þeirra virðast þeir staddir í Hlíðardal, um fjórum kílómetrum utan við Patreksfjörð.

Björgunarmenn eru nú á leið á staðinn þeim til aðstoðar. Mjög gott veður er á staðnum en óvíst hversu langan tíma aðgerðin tekur. Fer það eftir aðstæðum á staðnum þar sem fólkið er í sjálfheldu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert