Mannbjörg þegar bátur sökk

Eldur kom upp í bátnum og hann sökk.
Eldur kom upp í bátnum og hann sökk. Ljósmynd/Alfons Finnsson

Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í bátnum Gísla MÓ SH-727 nú fyrir stundu. Gísli er handfærabátur og var staddur um 40 sjómílur frá Ólafsvík úti fyrir Bjargi.

Einn maður var í bátnum þegar eldurinn kom upp en það tókst að bjarga honum. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarfólki er báturinn sokkinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert