Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill skoða að taka upp þak á leiguverð húsnæðis.
Væri þá refsivert að rukka um leigu sem er hærri en það hámark sem hið opinbera ákveður hverju sinni. Katrín telur að þetta geti aukið öryggi og fyrirsjáanleika á leigumarkaði.
„Þetta hefur sína kosti og galla. Gallarnir gætu verið að þetta hamli að einhverju leyti frumkvæði manna að fara út á leigumarkað og leigja út, en kostirnir eru þeir að leigjendur búa við miklu meira öryggi þegar kemur að verði og fyrirsjáanleika,“ segir Katrín um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.