Spá yfir 20 stiga hita

Það verður örugglega fjör í sundlauginni á Akureyri í dag …
Það verður örugglega fjör í sundlauginni á Akureyri í dag en það er spáð frábæru veðri fyrir norðan í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það verður frábært veður á Norðausturlandi í dag og spáir Veðurstofan því að hitinn fari í 21 stig á þeim slóðum. Hins vegar er varað við hvassviðri undir Eyjafjöllum og í Öræfum. 

Gert er ráð fyrir vaxandi norðaustan og austanátt við suður og suðausturströndina og gætu hviður við fjöll s.s. undir Eyjafjöllum og í Öræfum náð 25 m/s í dag.

Veðurspá næsta sólarhring:

Austlæg átt, 8-18. Rigning eða þokusúld en léttir til austan til með morgninum. Rigning vestast fram eftir degi. Hvassast við Suður- og Suðaustur-ströndina. Dregur smám saman úr vindi í nótt, austlæg átt, 5-13 á morgun og víða léttskýjað en líkur á síðdegisskúrum vestan til. Hiti víða 13 til 21 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt, 3-10 m/s, víða léttskýjað og líkur á síðdegisskúrum, en dálítil súld eða þokuloft við Norður- og Austur-ströndina. Hiti 13 til 20 stig en mun svalara í þokulofti við norður- og austurströndina.

Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt, 8-15, hvassast austast í fyrstu en NV-til um kvöldið. Rigning um landið norðan og austan vert en þurrt norðvestan til fram á kvöld. Bjartviðri suðvestan til. Kólnar fyrir norðan og austan, en víða 12 til 18 stig sunnan- og vestan til.

Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 m/s norðvestan til, en hægari austlæg átt annars staðar. Rigning í öllum landshlutum en styttir upp á Norðausturlandi um kvöldið. Hiti 6 til 15 stig, hlýjasts suðvestanlands.

Á föstudag:
Norðan 5-15 m/s, hvassast norðvestan til. Rigning víðast hvar og jafnvel slydda til fjalla norðvestanlands en styttir upp á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi. Hiti 3 til 14 stig, hlýjast sunnanlands, en svalast á Norðvesturlandi.

Á laugardag:
Norðlæg átt og dálítil væta norðan til en léttskýjað syðra. Svalt í veðri.

Á sunnudag:
Hæg norðlæg átt og skýjað með köflum en úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert