Aflýst vegna roks frá Reykjavík

Seltjarnarnes.
Seltjarnarnes. www.mats.is

„Það er spáð 18 metrum á sekúndu hérna á Nesinu og það er norðanátt þannig að það kemur akkúrat yfir brekkuna,“ segir Jóakim Þór Gunnarsson hjá Seltjarnarnesbæ en ákveðið hefur verið að aflýsa brekkusöng sem fyrirhugaður var í kvöld í Plútóbrekku í tengslum við bæjarhátíð bæjarfélagsins. Lítið sé hægt að syngja við slíkar aðstæður. Fram kemur í tilkynningu að brekkusöngnum hafi verið frestað vegna 18 m/s hvassviðris frá Reykjavík.

„Það var einfaldlega tekin ákvörðun um að reyna að gera þetta á næsta ári og gera þetta almennilega. Ef það verður ekki hægt utandyra höfum við alltaf Eiðistorgið með þak yfir höfuðið,“ segir Jóakim. Þetta hafi verið í fyrsta sinn sem til hafi staðið að hafa brekkusöng á bæjarhátíðinni. Um tilraunaverkefni hafi verið að ræða. „Aðaldagurinn er náttúrulega á morgun hjá okkur og þetta hefði verið skemmtileg viðbót við hátíðina.“

Dagskrá bæjarhátíðar Seltjarnarness

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert