Aukagjald á íbúðir

Vogabyggð.
Vogabyggð. Teikning/Teiknistofan Tröð

Kostnaður við um 1.100 íbúðir sem fyrirhugað er að reisa í Vogabyggð í Reykjavík á næstu árum eykst verulega vegna nýrrar gjaldtöku.

Um svonefnda viðbótargreiðslu og gatnagerðargjald fyrir stækkun og nýbyggingu er að ræða. Gjaldið er 14.300 krónur á fermetra vegna nýs íbúðarhúsnæðis, eða sem svarar 1,43 milljónum á 100 fermetra íbúð. Kemur gjaldið til viðbótar gatnagerðargjaldi fyrir fjölbýli, sem er 10.400 kr. á fermetra í Reykjavík.

Þær upplýsingar fengust hjá Reykjavíkurborg að viðbótargjaldinu væri ætlað að standa straum af kostnaði við uppbyggingu innviða í fyrirhugaðri Vogabyggð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert