Miðarnir ruku út

Dimma.
Dimma.

Miðar á eina af tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands seldust upp er sala áskriftarkorta hófst í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin fyllir tónleika á einum degi. Á umræddum tónleikum mun hljómsveitin ganga inn í heim þungarokkssveitarinnar DIMMU.

Menningarfélag Akureyrar með Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof í farteskinu hóf fyrsta starfsár sitt í gær þegar dagskrá vetrarins 2015 – 2016 var kynnt og sala áskriftarkorta fór af stað.

Í gær hófst einnig sala á tónleika DIMMU og sinfóníuhljómsveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu. Þar fer salan einnig vel af stað og ljóst að aðdáendur sveitanna þurfa að hafa hraðar hendur ef þeir ætla að næla sér í miða í höfuðborginni, segir í fréttatilkynningu. 

Verið er að kanna möguleikana á því að halda aukatónleika í Hofi og mun niðurstaða liggja fyrir um hádegi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert