Óttarr Proppé býður sig fram

Óttarr Proppé.
Óttarr Proppé. mbl.is/Eggert

„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis formanns Bjartrar framtíðar á ársfundinum 5. sept.,“ skrifar Óttarr Poppé, þingmaður Bjartrar framtíðar á Facebook-síðu sína.

„Ég hef óbilandi tröllatrú á erindi okkar. Það er þörf og eftirspurn eftir frjálslyndu, grænu og mannréttindasinnuðu stjórnmálaafli. Björt framtíð leggur áherslu á pólitíska siðbót og hefur staðfasta sýn á langtímahugsun og það að almannahagsmunir standi framar sérhagsmunum. Ég vil gera mitt í þessari baráttu.“

Undir færsluna skrifar Óttarr:

„Ást, virðing og rokk og ról, Óttarr“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert