Stöðug ásókn í sumarstörf hjá Icelandair

Flugfreyjustarfið er eftirsóknarvert.
Flugfreyjustarfið er eftirsóknarvert. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Umsóknarfrestur fyrir störf flugfreyja og flugþjóna sumarið 2016 hjá Icelandair er liðinn. „Okkur bárust tæplega 1.500 umsóknir um störfin,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, við Morgunblaðið.

Ásókn í sumarstörf fyrirtækisins er alltaf mikil og áhuginn nú eins og við er að búast, að mati Guðjóns.

Hann segir að ekki sé alveg ljóst hversu margir þeirra sem sóttu um verði ráðnir til fyrirtækisins næsta sumar. „Það fer eftir því hvernig þetta verður á næsta ári hjá okkur. Við erum ekki búin að negla niður alla hluti en gerum ráð fyrir því að ráða á annað hundrað sumarstarfsmenn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert