„Viðbragð og samráð“

Viðbragðshópurinn fundar í hádeginu vegna ástandsins á Siglufirði og Ólafsfirði.
Viðbragðshópurinn fundar í hádeginu vegna ástandsins á Siglufirði og Ólafsfirði. Ljósmynd/Þórir Kristinn Þórisson

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir viðbragðshóp vegna þeirrar stöðu sem skap­ast hef­ur á Sigluf­irði og Ólafs­firði vegna óvenju mik­ill­ar rign­ing­ar und­an­farna daga, funda í hádeginu.

„Það liggur fyrir að hópurinn hittist núna í hádeginu. Þetta eru ráðuneytisstjórar eða staðgenglar þeirra. Menn hafa verið í símasambandi vegna þessa máls og hafa verið í sambandi við heimamenn. Viðbragð og samráð, út á það gengur þetta,“ segir Sigurður við mbl.is.

Sigurður segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort fé verði lagt af mörkum til að bæta íbúum tjón. „Ég get ekkert sagt til um það núna. Það blasir við að þetta kalli á aðkomu viðlagasjóðs á einhverjum stöðum.“

Hann segir aðgerðir viðbragshópsins væntanlega skýrast að loknum fundi nú í hádeginu.

Frétt mbl.is: Kallar saman viðbragðshóp

Frétt mbl.is: „Þetta var mikið ástand“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert