Alvarlegt slys skammt frá Pétursey

Alvarlegt umferðarslys hefur átt sér stað skammt austan Péturseyjar, að því er fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Vegna aðstæðna á vettvangi hefur þjóðvegi 1 verið lokað fyrir umferð í báðar áttir.

Verið er að vinna á vettvangi á þessari stundu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi missti bílstjóri stjórn á bifreið með þeim afleiðingum að bíllinn fór út í á. 

Ekki er vitað á þessari stundu hve lengi lokunin varir en lögregla biður vegfarendur að sýna björgunaraðilum á vettvangi skilning og biðlund.

Uppfært kl. 16.48:

Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi laust eftir kl. 15. Bifreið með fjórum erlendum ferðamönnum fór út af veginum, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Lögregla og sjúkralið eru að störfum á vettvangi en ljóst að meiðsl eru mikil og alvarleg.

Opnað hefur verið fyrir umferð um Suðurlandsveg en búast má við töfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert