Óviðræðuhæf og með óspektir við hópferðamiðstöð

mbl.is/Þórður

Klukkan 05:26 í nótt var tilkynnt um innbrot inn í heimahús í Garðabæ. Einhverjum verðmætum var stolið úr húsinu. Málið er í rannsókn.               

Stuttu síðar var tilkynnt um umferðaróhapp á Hafnarfjarðarvegi en þar hafði bíl verið ekið á ljósastaur. Ökumaður hafði misst stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaðurinn var óslasaður og ekki var grunur um ölvun. Bíllinn var óökuhæfur og því fluttur af vettvangi með 

Um fimmleytið var tilkynnt um hnupl í sólarhringsverslun í miðbænum. Þar hafði karlmaður á þrítugsaldri stungið inn á sig vörum og ætlað að ganga út úr versluninni án þess að greiða fyrir þær. Var karlmaðurinn frjáls ferða sinna að lokinni skýrslutöku á vettvangi.

Kortér yfir fimm í nótt var karlmaður á tvítugsaldri handtekinn í Vesturbænum vegna gruns um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk brota á lyfjalögum og vopnalögum en maðurinn var með sterk verkjalyf og hníf meðferðis við handtöku. Var maðurinn frjáls ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Lagt var hald á efnin og hnífinn.

Um hálftíu í morgun var svo tilkynnt um mjög ölvaða konu á fimmtugsaldri sem var með óspektir við hópferðamiðstöð í vesturbænum. Var konan með öllu óviðræðuhæf og var hún því handtekin og vistuð í fangaklefa þangað til áfengisvíman rennur af henni.

Klukkan kortér í ellefu var tilkynnt um karlmann á þrítugsaldri þar sem hann var að fara inn í bíla, hugsanlega með það í huga að taka úr þeim verðmæti. Bárust lögreglu svo upplýsingar um að hann hafi hugsanlega skömmu áður brotist inn í íbúð rétt hjá vettvangi.

Lögreglan hafði uppi á manninum og var hann handtekinn í kjölfarið. Var hann vistaður í fangaklefa vegna málsins og bíður yfirheyrslu en hann var í talsvert annarlegu ástandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert