Sóttu veikan göngumann

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/Borgþór Vignisson

Björgunarsveitir fyrir austan fjall og sjúkraflutningamenn frá Selfossi eru komin niður af Miðfelli við Flúðir með mann sem veiktist er hann var þar í göngu. Bera þurfti manninn 1,5 km í börum og hluta leiðarinnar þurfti að tryggja börurnar með línum þar sem fara þurfti yfir gil.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Manninum var komið í sjúkrabíl er beið hans og verður fluttur á sjúkrastofnun.

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/Borgþór Vignisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert