Ætla að breyta búðinni í Varmahlíð

Varmahlíð er vinsæll viðkomustaður við hringveginn og nú vilja stjórnendur …
Varmahlíð er vinsæll viðkomustaður við hringveginn og nú vilja stjórnendur Kaupfélags Skagafirðinga færa húsakynni til nýs horfs. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Miklar endurbætur standa nú fyrir dyrum á verslun Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð í Skagafirði.

Þar er einn af vinsælustu viðkomustöðum við þjóðveginn og hjá mörgum sem eru á landshornaflakki er fastur liður að staldra þar við.

Búið er að gera skissur að breyttri búð í Varmahlíð en gert er ráð fyrir að þær framkvæmdir hefjist á næsta ári. Svipur annarra nýlegra vegaskála á landinu verður þar hafður til hliðsjónar, segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert