Framkvæmdastjóri OECD til Íslands

Angel Gurria, framkvæmdastjóri OECD.
Angel Gurria, framkvæmdastjóri OECD. AFP

Angel Gurría, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), mun dvelja í opinberum erindum hér á landi dagana 31. ágúst og 1. september nk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Megintilgangur heimsóknar Gurría er að kynna efnahagsskýrslu OECD fyrir Ísland, en slíkar skýrslur eru unnar af OECD fyrir öll 34 aðildarríki stofnunarinnar á um tveggja ára fresti. Þá mun Gurría hitta Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Má Guðmundsson seðlabankastjóra.

Gurría mun auk þess eiga fund með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, og sækja sameiginlegan fund Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Þá heimsækir Gurría Hellisheiðarvirkjun meðan á heimsókn hans stendur.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert