Kunna vel við sig í kálinu

Sveinbjörn Þór með kátum kúnum í kálinu.
Sveinbjörn Þór með kátum kúnum í kálinu. mbl.is/Atli Vigfússon

Það var kærkomið sunnudagssólskinið í Þingeyjarsýslu eftir leiðindaveður í vikunni.

Víða þurftu kýr að vera inni vegna mikils kulda og regns, bæði föstudag og laugardag sem endaði með töluverðu næturfrosti.

Sveinbjörn Þór Sigurðsson bóndi á Búvöllum í Aðaldal var fljótur að koma kúnum í kálið þegar frosthélan var farin, enda gengu þær rakleiðis að beitinni þegar þær fundu frelsið frá inniverunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert