Listaverki stolið úr Hallgrímskirkju

Hér má sjá verkið sem hvarf.
Hér má sjá verkið sem hvarf. Af Facebook síðu Helga

Hluta af skúlptúr sem var til sýnis í anddyri Hallgrímskirkju var stolið þaðan í hádeginu í dag. Að sögn myndlistarmannsins Helga Þorgils Friðjónssonar er þjófsins nú leitað.

„Þetta hvarf á milli klukkan 11 og 12 í dag. Þeir eru nú að skoða upptökur eftirlitsmyndavélar en ég veit ekki hvað kemur út úr því,“ segir Helgi Þorgils í samtali við mbl.is.

„Þetta er alltaf bæði leiðinlegt og tjón að auki. En það var búið að vara mig við enda er auðvelt að stinga þessu inn á sig. En ég var búinn að líma verkin vel niður þannig að þjófurinn hefur þurft að hafa mikið fyrir þessu.“

Af Facebook síðu Helga
Myndlistarmaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson.
Myndlistarmaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert