Með gleði og vináttu að leiðarljósi

Frá skákmóti í Kulusuk
Frá skákmóti í Kulusuk

Íbúar í Kulusuk á Grænlandi taka þátt í þriggja daga hátíð sem hefst í bænum í dag með stuðningi frá Íslendingum.  Yfirskrift hátíðarinnar er: Með gleði og vináttu að leiðarljósi.

Íbúar í Kulusuk eru um 270 og miðpunktur hátíðarinnar verður í barnaskóla þorpsins. Liðsmenn Hróksins munu kenna skák, efna til fjöltefla og halda meistaramót skólans. Leikskólinn í þorpinu verður líka heimsóttur og börnin þar fá gjafir frá Íslandi. Þá verður haldin sýning á myndum sem stúlkur í 1. bekk Barnaskólans í Reykjavík gerðu af þessu tilefni og samhliða efnt til myndlistarkeppni meðal barnanna í Kulusuk. Í tengslum við hátíðina munu listamenn í Kulusuk svo slá upp stórtónleikum fyrir gesti og heimamenn, segir í tilkynningu frá Hróknum.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert