Með tundurdufl í trollinu

Frá Grindavíkurhöfn.
Frá Grindavíkurhöfn. mbl.is/Ómar

Lögreglan á Suðurnesjum lokaði hluta Grindavíkurhafnar síðastliðinn föstudag þegar Skinney SF 29 lagðist þar að bryggju með tundurdufl innanborðs.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum yfirgaf áhöfnin skipið á meðan starfsmenn Landhelgisæslunnar fjarlægðu sprengikúluna.

Ekki var vitað hvort hún væri virk, en Skinney hafði fengið hana í trollið djúpt suður af Eldey þar sem skipið var á humarveiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert