Siglufjarðarvegur áfram lokaður

Frá Siglufirði um helgina
Frá Siglufirði um helgina Ljósmynd/Þórir Kristinn Þórisson

Siglufjarðarvegur er lokaður vestan við Strákagöng vegna skriðufalla en hann hefur verið lokaður síðan á fimmtudagskvöld.

Í dag mánudaginn 31. ágúst  frá kl. 8.00 til 17.00 veður unnið við malbikun á Vesturlandsvegi frá Laxá í Leirársveit að Skorholti, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Í dag mánudaginn 31. ágúst verður malbikun í gangi milli Hagamelar og Melasveitarvegar. ( Hringvegur 1, Hafnarvegur - Borgarfjarðarbraut.) Byrjað verður kl.: 08:00 um morguninn að undirbúa malbikun. Nokkur truflun verður á þessum vegkafla á meðan framkvæmdum stendur.

Í dag mánudaginn 31. ágúst og þriðjudaginn 1. september verður unnið við malbikun á Hringvegi (1) á Kjalarnesi.

Vegna framkvæmda við lagningar rafstrengs til Helguvíkur hefur Reykjanesbraut sunnan við Rósaselstorg verið grafin í sundur og hjáleið verið merkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert