Stutt í stjórnarskrárfrumvarp

Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, er hér fyrir miðju á fundi …
Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, er hér fyrir miðju á fundi nefndarinnar. mbl.is/Kristinn

Stjórnarskrárnefnd, sem skipuð var af forsætisráðherra í nóvember árið 2013, býr sig nú undir að skila skýrslu í formi frumvarps til Alþingis á næstu vikum. Þetta segir Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, í Morgunblaðinu í dag.

„Við höfum fundað nokkuð reglulega í sumar og áætlum að skila skýrslunni í formi frumvarps á næstu vikum, sem verður svo afgreitt fyrir jól ef pólitískur vilji er fyrir hendi,“ segir Páll og bætir við að frumvarpið muni lúta að fjórum málum sem sett voru í forgang, en það eru þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, auðlindir og umhverfisvernd.

„Þetta er þó allt með fyrirvara um að nefndin nái saman núna á lokametrunum.“ Spurður segir hann að ekkert sérstakt standi í vegi fyrir starfi nefndarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert