Vitar landsins eru verðmæt þjóðareign

Eigi að nota vita sem gistihús verður það að vera …
Eigi að nota vita sem gistihús verður það að vera á færi almennings, ekki bara auðmanna, að nýta aðstöðuna, segir formaður Vitafélagsins. Ljósmynd/Christopher Lund

Vitarnir meðfram ströndum landsins hafa um langt árabil verið mikilvæg sjómerki og þeir eru merkilegar menningarsögulegar minjar.

Þeir eru einhverjar sérkennilegustu byggingar landsins að útliti og samspil þess við staðsetninguna, þar sem náttúran er gjarnan hrikaleg og heillandi, veldur því að þeir orka sterkt á tilfinningar margra og ímyndunarafl, að því er fram kemur í fréttaskýringu um vitana í Morgunblaðinu í dag.

Engum sem einhverjar taugar hefur til lands og þjóðar getur staðið á sama um þessi mannvirki og hvernig með þau er farið. Það er því ekki undarlegt að ýmsir hleyptu brúnum þegar spurðist að ríkisstofnunin, sem nú hefur umsjón með vitunum, Vegagerðin, væri búin að leigja einn þeirra, Dyrhólavita, hótelkeðju sem ætlaði að nota hann sem gististað fyrir efnafólk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert