1800 tonn af hvalkjöti frá Íslandi

Winter Bay
Winter Bay

Flutningaskiptið Winter Bay er komið til Osaka í Japan með 1.816 tonn af íslensku hvalkjöti. Siglt var um Norður-Íshaf, svo norður fyrir Rússland,svokallaða norðausturleið.  Að sögn Kristjáns Loftssonar, eiganda Hvals, í Morgunblaðinu 4. ágúst sl. er opnað fyrir þessa leið 1. júlí en hún verður ekki almennilega fær fyrr en í ágúst. „Það er allt að þiðna mjög hratt þarna,“ segir Kristján. Að sögn hans ætti förin að ganga greiðlega. „Rússarnir sjá um allt eftirlit. Skipið fer ekki neitt nema það sé búið undir þær aðstæður sem eru þarna,“ segir Kristján í viðtali við Morgunblaðið.

Í frétt á vefnum RT kemur fram að þessi siglingaleið hafi verið valin til þess að forðast það að hitta andstæðinga hvalveiða sem eru staðsettir í Indlandshafi.

Samkvæmt frétt Newsweek eru þrír mánuðir síðar skipið lagði úr höfn á Íslandi en Winter Bay er norskt skip sem siglir undir fána St. Kitts and Nevis, svo kölluðum hentifána til þess að losna undan reglum og sköttum, segir í frétt RT.

Í Morgunblaðinu kom fram fyrir nokkru að Winter Bay hafi lagt af stað frá Hafnarfirði í byrjun júní og hélt til Noregs. Hafði það legið við bryggju í sex vikur áður en það fór frá höfn þar. 

Frétt RT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert