Björguðu leiðinlegri guðsþjónustu

Örfáar hræður á bekkjum kirkjunnar í upphafi myndbandsins.
Örfáar hræður á bekkjum kirkjunnar í upphafi myndbandsins. Skjáskot af YouTube.

Örfáar hræður á bekkjum Kálfatjarnarkirkju, þar á meðal sofandi stúlka og eldri kona sem dottar þegar presturinn les upp ættartölu Jesú úr Matteusarguðspjalli Biblíunnar. Organistinn á erfitt með að halda sér vakandi og virðist guðsþjónustan þennan sunnudagsmorgun afar leiðinleg. 

Skyndilega stormar hópur barna inn í kirkjuna og tekur stjórnina við dynjandi takt tónlistar sem allajafna er ekki að finna í kirkjum hér á landi, rokktónlistar. Börnin dansa og syngja og skyndilega hefur lifnað yfir kirkjugestum, auk þess sem fleiri streyma að. Heiðar Örn Kristjánsson í hljómsveitinni Pollapönki og æskulýðsfulltrúi í Vídalínskirkju stendur uppi við altarið ásamt börnunum og tekur þátt í gleðinni. 

Hér er um að ræða tónlistarmyndband við lagið Í sjöunda himni og er það framleitt af fyrirtækinu Risamyndum fyrir þjónustusvið Biskupsstofu. Lagið er eftir sr. Guðmund Karl Brynjarsson í Lindakirkju og sá Þorleifur Einarsson um leikstjórn og upptöku.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/c2P7ggELgVM" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert