Lönduðu boltaþorski og makríl

Hörður Björnsson ÞH 260 kemur í fyrsta sinn til heimahafnar …
Hörður Björnsson ÞH 260 kemur í fyrsta sinn til heimahafnar á Raufarhöfn. Um borð eru 20 tonn af línuþorski. Ljósmynd/Gunnar Páll Baldursson

Hörður Björnsson ÞH 260 kom á mánudag í fyrsta skipti til heimahafnar á Raufarhöfn, með 20 tonn af línuþorski.

Skipið er í eigu GPG Seafood, sem er með fiskvinnslu á Raufarhöfn. Skipið var keypt frá Stykkishólmi og hét áður Gullhólmi. Þá lönduðu línubátarnir Háey og Lágey, sem eru í eigu sama fyritækis, samtals 23 tonnum.

Handfærabátar hafa gert það gott undanfarið og mokað upp boltaþorski. Í gær landaði Nanna Ósk ÞH 133 um 5,6 tonnum af makríl, sem fékkst rétt utan Raufarhafnar. Þetta er fyrsti makríll, sem handfærabátur landar á Raufarhöfn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert