Kreditkortaþrjótar dæmdir í farbann

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur staðfesti í dag tvo úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tveir erlendur karlmenn voru úrskurðaðir í farbann. Mennirnir höfðu áður sætt gæsluvarðhaldi og einangrunarvist. Farbannið stendur til allt til 25. september.

Frétt mbl.is: Þrír dæmdir í einangrun

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krafðist farbanns yfir einstaklingunum, sem er gefið að sök að hafa pantað ýmsan varning á stolin greiðslukort, og látið senda hann á dvalarstað þeirra hér á landi í tímabundnu leiguhúsnæði, sem þeir leigja gegnum ótilgreinda vefsíðu.Við húsleit hafi fundist ýmsir óáteknir munir, sem búið var að pakka ofan í ferðatösku.

Mennirnir vísuðu allir á fjórða mann sem þeir sögðu ábyrgan en þegar lögreglumenn höfðu fyrst afskipti af sakborningum gátu þeir ekki gefið upplýsingar um hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert