Veittu ökumanni í vímu eftirför

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan veitti bifreið eftirför í nótt frá N1 í Ártúnsbrekku og í Mosfellsbæ þar er akstur hennar var stöðvaður. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna en þrír farþegar voru í bílnum - allir undir áhrifum fíkniefna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust fíkniefni í bifreiðinni og gista bæði ökumaður og farþegar fangageymslur vegna rannsóknar málsins.

Um eitt í nótt var einn ökumaður stöðvaður vegna aksturs undir áhrifum áfengis og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu. Báðir voru látnir lausir að lokinni blóðtöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert