Ekið á hjólreiðamann á Breiðholtsbraut

Tilkynnt var um að ekið hafi verið á reiðhjólamann á Breiðholtsbraut klukkan 15:40 í dag. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að slysið hafi verið við Norðurfell og að viðkomandi hafi verið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl.

Í hádeginu var ökumaður í Breiðholti stöðvaður grunaður um ölvun við akstur. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum en var látin laus að lokinni sýnatöku.

Klukkan 15 var tilkynnt um innbrot og þjófnað í vesturbænum en samkvæmt dagbók lögreglu er ekki vitað hverju stolið var á þessari stundu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert