Hátalarar út á horn ef sigur næst

Dagur að fylgjast með landsleiknum gegn Hollendingum á Ingólfstorgi í …
Dagur að fylgjast með landsleiknum gegn Hollendingum á Ingólfstorgi í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segist hjátrúarfullur með afbrigðum þegar fótbolti er annars vegar því eigi ekki að fagna fyrirfram né að auglýsa hátíðarhöld fyrirfram. Hann segist hafa verið spurður um ráðstafanir borgarinnar vegna leiks Íslands og Kazakstan í undankeppninni fyrir EM í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli á sunnudag. 

„Ég hef verið spurður um ráðstafanir borgarinnar og þar sem ég er hjátrúarfullur með afbrigðum þegar fótbolti er annars vegar eigum við hvorki að fagna fyrirfram né að auglýsa hátíðahöld fyrirfram,“ skrifar dagur í fréttabréf sitt. „Veitingastaðir verða á sínum stað en með hefðbundna opnunartíma til kl. 1.00 í mesta lagi. Ég gæti hins vegar trúað að einhverjir þeirra myndu setja hátalara úr á stétt snemma kvölds ef sigur næst. Því þá verður auðvitað dansað á hverju götuhorni!“

Miðpunkturinn fyrir leikinn á móti Kazakstan og á meðan á leik stendur verður auðvitað í Laugardalnum, skrifar Dagur. „KSÍ og stuðningsmannasveitin Tólfan hafa verið að þróa það með glæsibrag undanfarin ár. Það er ótrúlega stemmning að heyra og sjá stórar stuðningssveitir koma gangandi og syngjandi úr öllum áttum. Á meðan á leik stendur verður stór skjár á Ingólfstorgi og allt til alls ef leikurinn fer vel, sem við auðvitað vonum.“

Dagur B. Eggertsson fylgdist með leiknum gegn Hollendingum á Ingólfstorgi …
Dagur B. Eggertsson fylgdist með leiknum gegn Hollendingum á Ingólfstorgi í gær. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert