Nálgast íbúafjölda Frakklands

Flóttamenn á lestarstöð í Bicske í Ungverjalandi.
Flóttamenn á lestarstöð í Bicske í Ungverjalandi. mbl.is/afp

Flóttamannastofnun SÞ áætlar að um 60 milljónir manna séu nú á flótta í heiminum. Þeim fjölgaði um 8,3 milljónir í fyrra og er það mesta aukning á einu ári síðan skráning hófst. Til samanburðar er íbúafjöldi Frakklands nú um 65 milljónir.

Talan vísar til fólks sem hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna ofsókna, átaka, ofbeldis eða mannréttindabrota. Stór hluti fólks sem er skilgreint sem flóttafólk á rætur í Palestínu, að því er fram kemur í fréttaskýringu um flóttamannavandann í Morgunblaðinu í dag.

Þannig áætlaði Flóttamannastofnun SÞ í skýrslu fyrir árið 2014 að samtals 59,5 milljónir manna væru þá á flótta frá heimkynnum sínum. Af þeim voru 19,5 milljónir flóttamenn, 38,2 milljónir einstaklingar sem eru á flótta innan landamæra heimalands og 1,8 milljónir hælisleitenda. Af þessum 19,5 milljónum flóttamanna flokkaðist 5,1 milljón sem palestínskir flóttamenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert