Vilja ræða gjaldskyldu á bílastæðum framhaldsskóla

Gjaldskylda hefur verið á bílastæðum við Fjölbrautaskólann í Ármúla í …
Gjaldskylda hefur verið á bílastæðum við Fjölbrautaskólann í Ármúla í nokkur ár.

Til stendur að hefja viðræður við stjórnendur framhaldsskólanna í Reykjavík um möguleika á gjaldskyldu á bílastæðum á lóðum skólanna.

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG og formaður Bílastæðanefndar Reykjavíkurborgar, segir að tilgangurinn sé að efna til viðræðna um bílastæðamál. Ekki standi til að skikka skólana til að taka upp gjaldskyldu.

„Það er mikilvægt að hvetja framhaldsskólanema til að nota almenningssamgöngur. Þeir eru að fá bílpróf og það er jákvætt á margan hátt að stytta þann tíma sem ungt fólk er háð einkabílnum,“ segir Sóley. „Bílastæði kosta peninga eins og öll önnur þjónusta við einkabílinn og það er ekkert óeðlilegt að þeir taki þátt í þeim kostnaði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert