Fékk spænsku veikina og man eftir Kötlugosinu

Kristjana fylgist vel með því sem er að gerast og …
Kristjana fylgist vel með því sem er að gerast og lítur sátt yfir farinn veg á tímamótunum. Morgunblaðið/Ómar Garðarsson

Þau sem fagna 100 ára afmæli í dag litu þennan heim þegar heimstyrjöldin fyrri hafði staðið í rétt eitt ár og voru komin til vits og ára í þeirri seinni.

Þau upplifðu líka Kötlugosið, spænsku veikina og frostaveturinn mikla 1918. Þau muna lýðveldisárið 1944 og hafa kynnst því að það er tröppugangur í lífi bæði fólks og þjóðar.

Í dag stendur Kristjana Sigurðardóttir í Vestmannaeyjum, íbúi á Hraunbúðum í Eyjum, á þessum tímamótum. Kristjana fæddist 5. september 1915 á Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Ingveldur Eyjólfsdóttir, fædd í Mýrdal, og Sigurður Gunnarsson, fæddur á Seyðisfirði.

Haldið verður upp á afmælisdaginn í dag með afmæliskaffi á Hraunbúðum, með fjölskyldu og íbúum á Hraunbúðum, að því er fram kemur í samtali við Kristjönu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert