Tugir manna á samstöðufundi á Lækjartorgi

Fólkið þyrptist saman á Lækjartorgi til stuðnings fólks á flótta.
Fólkið þyrptist saman á Lækjartorgi til stuðnings fólks á flótta. mbl.is/Júlíus

Um fjörutíu til fimmtíu manns eru mættir á samstöðufund á Lækjartorgi, en boðað hefur verið til hans undir formerkjunum „Líf allra skipta máli“. 

Það er hópurinn Ekki fleiri brottvísanir sem stendur að fundinum sem hófst klukkan 15. Á Facebooksíðu hópsins segir: „Sýnum að okkur sé ekki sama um þá né aðra sem hingað leita í leit að aðstoð og stað til að skapa sér heimili. Sýnum að þeirra líf skipti jafn miklu máli og líf þeirra sem eru fæddir hér. Mætum á Lækjartorg á laugardaginn og þrýstum á stjórnvöld að leyfa þeim að vera.“

Sjá nánar á Facebooksíðu fundarins.

Samstöðufundurinn hófst klukkan 15.
Samstöðufundurinn hófst klukkan 15. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert