Með leyfinu verða tugir starfa til í Arnarfirði

Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, er ánægður með niðurstöðu Skipulagsstofnuna
Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, er ánægður með niðurstöðu Skipulagsstofnuna mbl.is/Helgi Bjarnason

„Það er bara alveg stórkostlegt að fá þetta umhverfismat í hendur. Þetta gerbreytir öllu fyrir okkur,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri laxeldisfyrirtækisins Arnarlax í Arnarfirði, í Morgunblaðinu í dag.

Í gær barst fyrirtækinu jákvæð niðurstaða frá Skipulagsstofnun við erindi um að auka framleiðslu sína á laxi í Arnarfirði um 7.000 tonn. Arnarlax hefur í dag leyfi til framleiðslu 3.400 tonna af laxi á fjórum stöðum í Arnarfirði.

„Við eigum svo eftir að fá formlegt leyfi frá Matvælastofnun,“ sagði Víkingur. Eftir það færu hjólin að snúast fyrir alvöru. Huga þyrfti að mörgu og uppbyggingin sem framundan væri tæki nokkurn tíma. Fjölga þyrfti starfsmönnum um einhverja tugi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert