Réttað eftir langar fjallferðir

Næsti höfði norðan Gaukshöfða kallast Bringa og gamli 100 króna …
Næsti höfði norðan Gaukshöfða kallast Bringa og gamli 100 króna seðillinn sýndi fjallsafn Gnúpverja undir henni eins og margir eflaust muna. Ljósmynd/Ólafur Jónsson

Fyrstu fjárréttir á Suðurlandi í ár fara fram í dag þegar réttað verður í Skaftholtsréttum í Gnúpverjahreppi og Hrunaréttum í Hrunamannahreppi. Lengstu göngur taka marga daga.

„Við höfum fengið góðveður, þokur og rok. Það hefur gengið á ýmsu,“ segir Steinar Halldórsson, fjallkóngur Hrunamanna, í Morgunblaðinu í dag. Viðraði einkar vel til reksturs í gær. Og þó ekki. „Féð vill ekki heim af fjallinu núna. Það er svo gott veður,“ segir Steinar kíminn í bragði.

Ólafur Jónsson, trússari fyrir Gnúpverja, segir yfirstandandi ferð vera þá 97. á sínum ferli. „Ég hef farið þrjár ferðir á hausti í nokkuð mörg ár núna,“ segir Ólafur. Hann segist telja að féð komi vel undan sumri í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert