Meirihluti hlynntur móttöku flóttafólks

Sýrlensk flóttabörn á landamærum Ungverjalands í gær
Sýrlensk flóttabörn á landamærum Ungverjalands í gær AFP

Meirihluti Íslendinga (56-57%) er hlynntur því að  Ísland taki við flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu mánuðum en um 22% eru hins vegar andvíg því. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu um flóttafólk en könnunin er gerð að frumkvæði rannsóknarfyrirtækisins.

Samkvæmt könnuninni eru konur mun hlynntari því en karlar að taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi, yngri svarendur eru mun hlynntari því en þeir sem eldri eru, Reykvíkingar eru mun hlynntari því en aðrir, þeir sem hafa lokið háskólaprófi eru hlynntari því en þeir sem hafa styttri skólagöngu að baki og þeir sem hafa litlar eða engar áhyggjur af fjölda innflytjenda á Íslandi eru hlynntari en þeir sem hafa einhverjar áhyggjur.

Stuðningsmenn VG hlynntastir en Framsóknarmenn mest á móti

„Þá er verulegur munur á svörum fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Kjósendur Vinstri grænna eru hlynntastir því að Ísland taki við flóttamönnum frá Sýrlandi, eða yfir 70% en 66-68% kjósenda Samfylkingar og Pírata eru því hlynntir.

Einungis um 22% kjósenda Framsóknarflokksins eru hlynnt því að við tökum á móti sýrlenskum flóttamönnum, um 38% kjósenda Sjálfstæðisflokksins og næstum þrír af hverjum fimm kjósendum Bjartrar framtíðar. Meðaltalið er þó hæst hjá kjósendum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar þar sem fáir taka afstöðu gegn því að viðtökum á móti flóttafólki frá Sýrlandi,“ segir í könnun Maskínu.

Óttast að of margir innflytjendur verði á Íslandi í framtíðinni

Fleiri en þrír af hverjum tíu hafa miklar áhyggjur af því að fjöldi innflytjenda verði of mikill á Íslandi en 13-14% hafa alls engar áhyggjur af því. Samanlagt eru það 45% sem segjast hafa litlar eða engar áhyggjur.

Karlar hafa meiri áhyggjur en konur (hærra meðaltal karla), fólk sem er 35 ára og eldra hefur meiri áhyggjur en fólk yngra en 35 ára, íbúar af landsbyggðinni hafa meiri áhyggjur en höfuðborgarbúar og þeir sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi hafa mun meiri áhyggjur en þeir sem hafa lokið meiri menntun. Þá hafa kjósendur stjórnarflokkanna mun meiri áhyggjur en kjósendur annarra flokka, en vel yfir helmingur kjósenda stjórnarflokkanna hefur miklar áhyggjur af því að fjöldi innflytjenda verði of mikill á Íslandi.

Meirihluti Íslendinga vill taka á móti flóttafólki
Meirihluti Íslendinga vill taka á móti flóttafólki AFP
Beðið á lestarstöðinni Dugo Selo, skammt frá Zagreb í morgun
Beðið á lestarstöðinni Dugo Selo, skammt frá Zagreb í morgun AFP
Sýrlenskir flóttamenn
Sýrlenskir flóttamenn AFP
Sýrlenskur flóttamaður á Spáni
Sýrlenskur flóttamaður á Spáni AFP
Ekki eru allir sáttir við að taka á móti flóttafólki …
Ekki eru allir sáttir við að taka á móti flóttafólki í ríkjum Evrópu AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert